Hvað er Markþjálfun?

Eitt algengasta svarið sem  ég fæ þegar ég tala við fólk um markþjálfun er:

„Ég þarf ekki hjálp við að setja mér markmið“

„Ég er með nóg af markmiðum til að vinna með“

„Ég hef ekki tíma  til að koma í markþjálfun, því það er svo mikið að gera“

En Markþjálfun er ekki eingöngu  að setja sér bara markmið og bara ná þeim.

Markþjálfun kemur frá enska orðinu Live coach og er beinþýðing á því orði lífsþjálfi.

Mér finnst lífsþjálfi vera miklu betra orð fyrir þessa  aðferð sem markþjálfar nota.

En aðferðin sem ég nota er að finna hvað þú villt breyta og/eða bæta í lífi þínu eða gera gott enn betra.

 Það getur verið allt frá því að:

  • Bæta heilsu þína
  • Bæta þig í ræktinni
  • Langa að keppa eða bæta þig í þinni íþrótt
  • Vilja kaupa þér bíl
  • Bæta sjálfsálit þitt
  • Læra að elska þig
  • Lækka langtímasykurinn
  • Bæta samskipti við aðra
  • Stofna fyrirtæki
  • Láta sér líða vel
  • Hvíla sig og njóta

Og svo margt margt fleira. Þessi atriði fara svo eftir persónum og markmiðum hvers og eins.

Þegar við í sameiningu erum búin/búnar að finna útúr því hvað þú villt breyta og/eða bæta eða gera gott enn betra, fer ég með þig í smá ferðalag í huganum þar sem möguleikarnir eru allir.

Vinnum svo með það áfram og sjáum hvaða niðurstaða verður útúr þessu ferðalagi.

Ég spyr þig spurninga og er ég spegill fyrir þig.

Vinnum með leiðir að markmiðinu.

Til að ná sem mestum árangri þarft þú að vilja, langa og hafa áhuga á því að taka jafnvel smá áskorunum um þig og þitt líf.

Unnið er með líðandi stund og fram á við.

Til að gera þig að enn betri manneskju þarftu að panta tíma í gegnum skilaboð á facebook síðunni

BEstrong Ingibjörg Markþjálfi.

Hlakka til að heyra frá þér.

Kveðja Ingibjörg Óladóttir

ÍAK einkaþjálfari

Markþjálfi frá Evolvia