Markþjálfun

Ég heiti Ingibjörg Óladóttir og er Ísfirðingur í húð og hár. Ég útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari frá Keili í Keflavík vorið 2011 ásamt því að taka aukanámskeið í þjálfun ófrískra kvenna og nýbakaðra mæðra. Ég tók réttindi sem kraftlyftingarþjálfari hjá ÍSÍ 2015. Sem krakki æfði ég sund í 7 ár og eftir það 2 ár í körfubolta. Síðan var ég beðin um að þjálf sund þegar ég var ungnlingur að aldri og gerði það í 8 ár og á þeim tíma náði ég mér í sundþjálfararéttindi.

Árið 2006 kynntist ég því hvað það er gaman að lyfta og hvað lóðaæfingar gera góða hluti fyrir mann og fór ég út í kraftlyftingar. Á árunum 2006 til 2009 varð ég tvöfaldur evrópumeistari í kraftlyftingum og átti heimsmet í réttstöðu ásamt því að hafa átt þyngstu hnébeygju kvenna á Íslandi. Á þessum tíma var ég líka að æfa aflraunir. Frá sirka 2013 til 2017 var ég búin að rifja upp gamla takta við kraftlyftingar og taka 2 mót. Ég tók þátt í Sterkustu komu Íslands í September 2015 og var þar 6 af 14 komun og í 3 sæti í tveimur greinum. Næsta mót var svo í september 2016 og vann ég það mót og varð því sterkasta kona íslands 2016.

Ingibjörg Óladóttir

Núna 2020 er ég að læra Markþjálfan hjá Evolvia. Ég tek í einkaþjálfun, fjarþjálfun og hópþjálfun. Ég líkamstöðugreini, fituprósentu- og sentimetramæli fyrir og eftir ásamt þvi að ráðleggja matarræðið og sér hanna prógram fyrir hvern og einn eftir því hvað kemur útúr greiningum og hvað þarf að styrkja og laga og að sjálfsögðu vinn ég að markmiði kúnnans. Einnig tek ég að mér markþjálfun og hana er hægt að gera í gegnum tölvuna, þannig þú getur verið hvar sem er á landinu eða heiminum 😉

Hvert er þitt markmið?
Hvað villtu út úr þínu lífi?
Hvað er það sem gleður þig?

Vertu í bandi og ég skal hjálpa þér að ná þínu markmiði.
Ingibjörg Óladóttir
8670374
ingibjorgiak@gmail.com